Skip to main content
VIÐ GERUM

Helvítis eldpiparsulturnar

Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og í þetta skipti erum við búin að þróa vöru sem er tryllingslega góð!
Ekki enn ein helvítis rabarbarasultan! Sulturnar eru allar sjúklega bragðgóðar og bara sumar eru svo heitar að þú byrjar að svitna strax. Einstakar bragð-samsetningar gera Helvítis sulturnar ómissandi á borðið þegar gera á vel við sig.

Helvítis sulturnar eru unnar á gamla góða mátann, við notum eingöngu íslenskan eldpipar frá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási. Það eru engin rotvarnar- eða litarefni í þeim þannig að þær eru náttúrlega fallegar á litinn.

Við notum engar helvítis dýraafurðir í sulturnar okkar og þótt það breyti litlu fyrir okkur, þá eru þær 100% vegan.

Helvítis eldpiparsulturnar okkar eru seldar í þessum gæða verslunum:
Hagkaup: www.hagkaup.is
Garðabær, Kringlan, Smáralind, Skeifan og Eiðistorg.

Krónan: www.kronan.is
Akrabraut, Akureyri, Bíldshöfða, Flatahraun, Granda, Lindir, Mosó, Selfoss og Skeifan.

Melabúðin: www.melabudin.is

Kjötkompaníið: www.kjotkompani.is

Kaupfélag Skagfirðinga: www.ks.is

Taste of Iceland: Facebook síða

ELDPIPARSULTURNAR OKKAR!

RAUÐUR JALAPENO & BASIL

STYRKLEIKI: Mild 

Bragðsterk og frískandi, þessi er mild og hentar með nánast hverju sem er, hvort sem það eru með ostinum eða á ísinn þá slær hún alltaf í gegn.

GRÆNN JALAPENO & LÍMÓNA

STYRKLEIKI: Mild 

Límóna og jalapeno eru sennilega bestu vinir í heimi! Sítrusinn lyftir piparnum á annað stig og gerir þessa sultu alveg einstaklega bragðgóða.

SURTSEY & ANANAS

STYRKLEIKI: Mild/Miðlungs sterk 

Surtsey eldpiparinn er ekki bara gullfallegur. Ó nei! Hann er sjúklega bragðgóður og þegar honum er blandað við ananas verður hann extra sætur.

HABANERO & APPELSÍNA

STYRKLEIKI: Miðlungs sterk/Sterk 

Habanero! Já en við settum appelsínu líka sko. Svolítið sterk en ofboðslega góð á bragðið og fersk svo er hún líka svo helvíti falleg.

CAROLINA REAPER & BLÁBER

STYRKLEIKI: Mjög sterk 

Þessi er kannski ekki fyrir alla. Hún er mjög sterk, klárlega sterkasta sulta á landinu! En fyrir þá sem elska allt sterkt þá er þetta sennilega besta sulta sem til er! #satt

Sagan

Sumarið 2022 var Helvítis kokkurinn að vinna í sveitinni og frú Helvítis kokkur hringdi í hann og sagði nokkuð vanalega setningu:
”Ok! Ég er með geggjaða hugmynd!”

En svo fylgdi þetta:
“Þú veist að ég get ekki borðað venjulegar sultur?!? Það er sko ein sulta sem ég get borðað en hún er bara ekkert spes á bragðið. Tjilliísulta og Helvítis kokkurinn ætti að gera helvítis tjillísultu fyrir mig… döö!!”

Auðvitað get hann ekki neitað svo að tilraunastarfsemin byrjaði og stuttu seinna voru 5 algjörlega trylltar sultur tilbúnar og allar, auðvitað úr eldpipar.

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar! 

Klárlega bestu sulturnar!