Helvítis eldpiparsulturnar
Þetta er ekki enn ein helvítis rabarbarasultan! Eldpiparsulturnar eru allar mjög bragðgóðar og sumar eru svo heitar að þér byrjar að hitna strax. Einstakar bragðsamsetningar gera Helvítis eldpiparsulturnar ómissandi á borðið þegar gera á vel við sig.
Helvítis eldpiparsulturnar eru unnar á gamla góða mátann, við notum eingöngu íslenskan eldpipar frá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási. Það eru engin rotvarnar- eða litarefni í þeim þannig að þær eru náttúrlega fallegar á litinn.
Við notum engar helvítis dýraafurðir í eldpiparsulturnar okkar og þótt það breyti litlu fyrir okkur, þá eru þær 100% vegan.
Vörurnar okkar eru seldar í þessum verslunum:
Hagkaup: www.hagkaup.is
Garðabær og Kringlan
Krónan: www.kronan.is
Akrabraut, Akureyri, Bíldshöfða, Flatahraun, Granda, Lindir, Mosó, Selfoss og Skeifan.
Ef vörurnar okkar eru ekki í þinni Krónu þá er alltaf hægt að biðja um það.
Melabúðin: www.melabudin.is
Kjötkompaní: www.kjotkompani.is
Kaupfélag Skagfirðinga: www.ks.is
Taste of Iceland: Facebook síða
Almar Bakari: www.almarbakari.is
Sælkerabúðin: www.saelkerabudin.is
Kjöthúsið: www.kjothusid.is
ELDPIPARSULTURNAR!
RAUÐUR JALAPENO & BASIL
STYRKLEIKI: Mild
Bragðsterk og frískandi, þessi er mild og hentar með nánast hverju sem er, hvort sem það eru með ostinum eða á ísinn þá slær þessi alltaf í gegn. Hún er sérstaklega góð ofan á pizzur!
Innihaldslýsing:
Sykur, paprika rauð, eplaedik, jalapeno eldpipar (2,5%), bindiefni (pektín), basil (0,5%), salt
Næringargildi í 100 g:
Orka 1242 kj / 292 kkal
Fita 0,1 g
Þar af mettuð 0,0 g
Kolvetni 72 g
Þar af sykurtegundir 72 g
Trefjar 0,7 g
Prótein 0,4 g
Salt 0,3 g
SURTSEY & ANANAS
STYRKLEIKI: Mild/Miðlungs sterk
Surtsey, sem er gulur cayennepipar, er ekki bara gullfallegur á litinn. Ó nei! Hann er líka sjúklega bragðgóður og þegar honum er blandað við ananas verður hann extra sætur. Þessi er ómissandi með öllu kjöti eða bara á ristaða brauðið.
Innihaldslýsing:
Sykur, paprika gul, eplaedik, Surtsey eldpipar (2,5%), bindiefni (pektín), ananas (4%), salt
Næringargildi í 100 g:
Orka 1190 kj / 280 kkal
Fita 0,1 g
Þar af mettuð 0,0 g
Kolvetni 96 g
Þar af sykurtegundir 96 g
Trefjar 0,7 g
Prótein 0,4 g
Salt 0,3 g
HABANERO & APPELSÍNA
STYRKLEIKI: Miðlungs sterk/Sterk
Habanero! Já en við settum appelsínu líka sko. Svolítið sterk en ofboðslega góð á bragðið og fersk svo er hún líka svo helvíti falleg. Við mælum með að prófa að blanda þessari við smá sýrðan rjóma og hræra í bestu ídýfu sem þú hefur fengið lengi.
Innihaldslýsing:
Sykur, paprika appelsínugul, eplaedik, habanero eldpipar (2,5%), bindiefni (pektín), appelsínusafi (1,5%), appelsínubörkur (1%), salt
Næringargildi í 100 g:
Orka 1220 kj / 287 kkal
Fita 0,1 g
Þar af mettuð 0,0 g
Kolvetni 71 g
Þar af sykurtegundir 70,6 g
Trefjar 0,7 g
Prótein 0,4 g
Salt 0,3 g
CAROLINA REAPER & BLÁBER
STYRKLEIKI: Mjög sterk
Þessi er kannski ekki fyrir alla. Hún er mjög sterk, klárlega sterkasta sulta á landinu! En fyrir þá sem elska allt sterkt þá er þetta sennilega besta sulta sem til er! Sérstaklega með villibráð eða bara í baksturinn, í alvöru, prófaðu bara…
Innihaldslýsing:
Sykur, paprika rauð, eplaedik, carolina reaper eldpipar (2,5%), bindiefni (pektín), bláber (2%), salt
Næringargildi í 100 g:
Orka 1217 kj / 286 kkal
Fita 0,1 g
Þar af mettuð 0,0 g
Kolvetni 71 g
Þar af sykurtegundir 70,5 g
Trefjar 0,7 g
Prótein 0,4 g
Salt 0,3 g
Sagan
Sumarið 2022 var Helvítis kokkurinn að vinna í sveitinni og frú Helvítis kokkur hringdi í hann og sagði nokkuð vanalega setningu:
”Ok! Ég er með geggjaða hugmynd!”
En svo fylgdi þetta:
“Þú veist að ég get ekki borðað venjulegar sultur?!? Það er sko ein sulta sem ég get borðað en hún er bara ekkert spes á bragðið. Tjilliísulta og Helvítis kokkurinn ætti að gera helvítis tjillísultu fyrir mig… döö!!”
Auðvitað get hann ekki neitað svo að tilraunastarfsemin byrjaði og stuttu seinna voru 5 algjörlega trylltar sultur tilbúnar og allar, auðvitað úr eldpipar.