Skip to main content
ÚTGÁFA

Helvítis Matreiðslubókin!

Í bókinni má finna margar gómsætar og einfaldar uppskriftir, einlægar eldhússögur og hagnýt ráð. Markmiðið var að setja upp skemmtilega og auðlesna matreiðslubók fyrir alla, hvort sem lesandinn er byrjandi eða reyndur kokkur þá ætti hann að geta fundið eitthvað fyrir sig í Helvítis matreiðslubókinni. Bókin er skrifuð af Ívari Erni Hansen matreiðslumanni og eiginkonu hans Þóreyju Hafliðadóttur margmiðlunarhönnuði og meðeiganda Helvítis ehf.

“Bókin okkar er öðruvísi en aðrar matreiðslubækur að því leytinu til að lesandinn getur sjálfur raðað saman máltíðinni sinni með ábendingum frá Helvítis kokkinum, ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók fyrir þig!”

Það er gaman að segja frá því að Bókabeitan sér um útgáfuna og snillingurinn hann Karl Petersson tók allar fallegu myndirnar sem eru í bókinni.

Það er meðal annars hægt að
kaupa bókina á þessum stöðum: