Skip to main content

Við erum ekki enn eitt helvítis fjölskyldu- fyrirtækið!

Erum við fjölskylda? Já, en við erum bara svona venjulegt fyrirtæki sko. 

Það er bara fkn ein regla! Og það er að ne…  Helvítis vörurnar á aldrei að taka of alvarlega!

Okkur fannst Helvítis vera frábært yfirheiti fyrir öll verkefnin sem við erum að vinna. Það passar svo vel fyrir framan allt ss. helvítis kokkurinn, helvítis veisluþjónustan, helvítis sulturnar, kannski jafnvel helvítis matreiðslubókin hmm… og svo framvegis, möguleikarnir eru endalausir. 

Þetta nafn hentar persónuleikanum okkar vel og okkur finnst pínu gaman að, kannski ekki alveg að rugga bátnum en að vera aðeins öðruvísi. 

Við erum Ívar Örn Hansen matreiðslumaður og Þórey Hafliðadóttir margmiðlunarhönnuður.

Við elskum góðan mat og fallega hönnun, þannig að það var frekar augljóst hvert við stefndum, ekki satt?

“Þetta er bara rosalega gott fólk sko!”

Helvítis VGLukkudýr Eldpiparsultanna