Skip to main content

ALVÖRU BRAGÐ!

Helvítis! 

Helvítis! 

Helvítis! 

Helvítis! 

Helvítis! 

Helvítis! 

Helvítis! 

Helvítis! 

HELVÍTIS

Sultur, veislur og alls konar annað!

Helvítis ehf er öflugt matvælaframleiðslu- og veitingafyrirtæki sem var stofnað árið 2022 af Þóreyju Hafliðadóttur margmiðlunarhönnuði og Ívari Erni Hansen matreiðslumanni, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn.

Helvítis framleiðir vandaðar handverks matvörur með áherslu á íslenskt hráefni og ljúffeng ný brögð sem lyfta hversdagsleikanum á nýtt plan. Vörurnar hafa ögrað bragðskyni neytenda frá upphafi og hefur það orðið að einu helsta einkenni vörumerkisins.

Leiktu þér að Helvítis matnum!

Af hverju HELVÍTIS?

Algengasta spurning sem teymið hefur fengið frá byrjun er
“Af hverju Helvítis?”.
Sumir virðast spyrja vegna áhuga á vörumerkinu, aðrir spyrja kannski vegna þess að nafnið truflar það og það er rétt að þetta sé ekki hefðbundið heiti á fyrirtæki eða vörum.

Þetta virðist byrja vegna gamallar íslenskrar málvenju þar sem kokkar á sjó fengu viðurnefnið “helvítis” og þessi málvenja hefur svo færst yfir á aðra matreiðslu- og iðnaðarmenn.
En þetta viðurnefni hefur fylgt Ívari Erni frá því að hann hóf matreiðslunámið sitt árið 1998. Þannig að þegar honum bauðst að gera matreiðsluþætti vorið 2022 var ekkert annað sem kom til greina.

Í framhaldi af velgengi þáttana var ákveðið að fara í tilraunir með eldpipar, svo vöruþróun og loks að stofna fyrirtæki. Aftur kom ekkert annað nafn til greina en þar sem hjónin stofnuðu þetta saman þá var seinni hlutanum sleppt og Helvítis ehf var stofnað.

Ótengt teyminu þá er helvítis í grunninn áhersluorð, það er til dæmis notað:
• sem hrós, til að leggja áherslu á hversu klár einhver er
“Helvítis snillingur!”,
• þegar eitthvað óheppilegt hefur átt sér stað
“Helvítis!”
• þegar einhver smakkar Helvítis vörur í fyrsta skiptið
“Vá hvað þetta er helvíti gott!”

Svo eru sumir sem trúa því að þetta gæti verið heimilisfang.

Svarið sem Helvítis gefur þegar spurningin er borin fram er einfaldlega “Þetta er gott íslenskt áhersluorð og svo eru vörurnar okkar svo helvíti góðar”.

@helvitis@helvitis_kokkurinn