Skip to main content

Helvítis kokkurinn – Matreiðsluþættir!

Helvítis kokkurinn er ný og skemmtilega öðruvísi  matreiðsluþáttaröð á vísi.is og stöð tvö. 

Ívar Örn Hansen matreiðslumaður er Helvítis kokkurinn, í þáttunum(og raunheimum) gerir hann sjúklega girnilegan mat á mannamáli, fyrir fólk sem vill ekkert kjaftæði. 

8 geggjaðir þættir fóru í loftið vorið 2022 og þeir hafa fengið frábærar viðtökur, sem er alveg skiljanlegt vegna þess að þeir eru geggjaðir! Í fyrstu þáttaröð var meðal annars trufluð kjúklingasamloka, fiskur & franskar og fáránlega girnilegar humar tacos! Meira á leiðinni..

Ef þig langar að læra að elda góðan mat eða njóta þess að horfa á atvinnu matreiðslumann kveikja næstum því í eldhúsinu þá geturðu kíkt á vísi.is og að sjálfsögðu viltu ekki missa af neinu og þá er bara að skella sér á samfélagsmiðlana og fylgja Helvítis kokknum á Fb og IG. 

Hvað

Matreiðsluþættir

Fjöldi

4 þáttaraðir

Hvar er hægt að horfa

Vísir.is

Hvernig þáttaröðin var auglýst:

“Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.”

Viltu horfa á þættina?

Smelltu á hnappinn hérna fyrir neðan og byrjaðu að glápa!

HORFA